09.12.1953
Sameinað þing: 23. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1725 í B-deild Alþingistíðinda. (3636)

Menntamálaráð

Forseti (JörB):

Ég vil taka það fram, að þótt kosning þessi sé látin fara fram nú, þá gildir hún ekki fyrr en frá þeim degi, er Alþ. því, sem nú situr, lýkur. En til þess tíma eiga sæti í n. þeir menn, sem kjörnir voru í þinglok 1949–50.

Fram komu tveir listar. Á A-lista voru Gísli Jónsson, Hermann Jónasson, Haraldur Guðmundsson; á B-lista Brynjólfur Bjarnason. A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkv. því lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir:

Gísli Jónsson alþm.,

Hermann Jónasson alþm.,

Haraldur Guðmundsson alþm.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning landskjörstjórnar, fimm manna og jafnmargra varamanna, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 8. gr. l. nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis.

Við kosningu aðalmanna komu fram tveir listar. Á A-lista voru Jón Ásbjörnsson, Sigtryggur Klemenzson, Einar B. Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Vilmundur Jónsson; á B-lista Ragnar Ólafsson. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkvæmt þessum úrslitum lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari,

Sigtryggur Klemenzson skrifstofnstjóri.

Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður,

Vilhjálmur Jónsson lögfræðingur,

Vilmundur Jónsson landlæknir.

Við kosningu varamanna kom fram einn listi með fimm nöfnum. Kosningin fór því fram án atkvgr., og lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Björgvin Sigurðsson lögfræðingur,

Benedikt Sigurjónsson fulltrúi,

Gunnar Möller hæstaréttarlögmaður;

Hannes Guðmundsson lögfræðingur,

Einar Arnalds borgardómari.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning stjórnar fiskimálasjóðs, fimm manna og jafnmargra varamanna, allra til þriggja ára, frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1956, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 1. gr. l. nr. 89 1947.

Við kosningu aðalmanna komu fram tveir listar. Á A-lista voru Sverrir Júlíusson, Lúðvík Kristjánsson, Davíð Ólafsson, Sigurvin Einarsson, Jón Axel Pétursson; á B-lista Lúðvík Jósefsson. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkvæmt því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Sverrir Júlíusson útgerðarmaður,

Lúðvík Kristjánsson ritstjóri,

Davíð Ólafsson fiskimálastjóri,

Sigurvin Einarsson forstjóri,

Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri.

Við kosningu varamanna kom fram einn listi með fimm nöfnum. Samkv. því lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Jakob Hafstein framkvæmdastjóri,

Hallgrímur Oddsson útgerðarmaður,

Sigurður Egilsson framkvæmdastjóri,

Jón Sigurðsson útgerðarmaður,

Sigfús Bjarnason ráðsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar, þriggja manna, samkv. reglum um gjöf Jóns Sigurðssonar frá 16. okt. 1912, 3. gr.

Fram kom einn listi, sem á voru samtals jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru án atkvgr.:

Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður,

Þorkell Jóhannesson prófessor,

Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning stjórnar byggingarsjóðs, fimm manna, og tveggja endurskoðenda reikninga sjóðsins, allra til fjögurra ára, frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1957, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 8. og 9. gr. l. nr. 36 1952, um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum.

Við kosningu sjóðsstjórnar komu fram tveir listar. Á A-lista voru Jón G. Maríasson, Eysteinn Jónsson, Sveinbjörn Hannesson, Björn Guðmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson; á B-lista Áki Jakobsson. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Jón G. Maríasson bankastjóri,

Eysteinn Jónsson fjmrh.,

Sveinbjörn Hannesson verkamaður,

Björn Guðmundsson skrifstofustjóri,

Stefán Jóh. Stefánsson forstjóri.

Við kosningu endurskoðenda kom fram einn listi, sem á voru tvö nöfn. Kosning fór því fram án atkvgr., og lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Björn Björnsson hagfræðingur,

Gísli Guðmundsson alþm.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning útvarpsráðs, fimm manna og jafnmargra varamanna, til næsta þings eftir almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. l. nr. 25 1943.

Við kosningu aðalmanna komu fram tveir listar. Á A-lista voru Magnús Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Sigurður Bjarnason, Rannveig Þorsteinsdóttir, Stefán Pétursson; á B-lista Björn Th. Björnsson. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 9 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Samkvæmt því lýsti forseti yfir, að kosnir væru:

Magnús Jónsson dr. theol.,

Þórarinn Þórarinsson ritstjóri,

Sigurður Bjarnason alþm.,

Rannveig Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður,

Björn Th. Björnsson listfræðingur.

Við kosningu varamanna komu fram tveir listar. Á A-lista voru Magnús Jónsson, Andrés Kristjánsson, Kristján Gunnarsson, Hannes Jónsson, Guðjón Guðjónsson; á B-lista Sverrir Kristjánsson. — A-listi hlaut 39 atkv., B-listi 8 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkv. þessum úrslitum lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Magnús Jónsson alþm.,

Andrés Kristjánsson blaðamaður,

Kristján Gunnarsson kennari,

Hannes Jónsson félagsfræðingur,

Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning tryggingaráðs, fimm manna og jafnmargra varamanna, til næsta þings eftir almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 6. gr. l. nr. 50 1946, um almannatryggingar.

Við kosningu aðalmanna komu fram tveir listar. Á A-lista voru Gunnar Möller, Helgi Jónasson, Kjartan J. Jóhannsson, Bjarni Bjarnason, Kjartan Ólafsson; á B-lista Brynjólfur Bjarnason. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkvæmt því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Gunnar Möller hæstaréttarlögmaður,

Helgi Jónasson alþm.,

Kjartan J. Jóhannsson alþm.,

Bjarni Bjarnason skólastjóri,

Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði.

Við kosningu varamanna kom fram einn listi, sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru án atkvgr.:

Þorvaldur G. Kristjánsson lögfræðingur,

Jóhannes Elíasson fulltrúi,

Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri,

Eiríkur Pálsson fulltrúi,

Stefán Jóh. Stefánsson forstjóri.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning raforkuráðs, fimm manna, til fjögurra ára, frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1957, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 50. gr. raforkulaga, nr. 12 1946.

Fram komu tveir listar. Á A-lista voru Ingólfur Jónsson, Daníel Ágústínusson, Magnús Jónsson, Skúli Guðmundsson, Axel Kristjánsson; á B-lista Sigurður Thoroddsen. — A-listi hlaut 40 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Ingólfur Jónsson viðskmrh.,

Daníel Ágústínusson kennari,

Magnús Jónsson alþm.,

Skúli Guðmundsson alþm.,

Axel Kristjánsson framkvæmdastjóri.

Á sama fundi var tekin til meðferðar

kosning þriggja manna í stjórn landshafnar í Keflavíkur- og Njarðvíkurhreppum og tveggja endurskoðenda reikninga hafnarinnar, allra til fjögurra ára, frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1957, samkv. 4, og 13. gr. l. nr. 25 1946.

Við kosningu hafnarstjórnarinnar komu fram tveir listar. Á A-lista voru Alfreð Gíslason, Danival Danivalsson, Þórhallur Vilhjálmsson; á B-lista Sigurbjörn Ketilsson. — A-listi hlaut 39 atkv., B-listi 7 atkv., en 4 seðlar voru auðir. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Alfreð Gíslason bæjarfógeti,

Danival Danivalsson kaupmaður,

Þórhallur Vilhjálmsson skipstjóri.

Við kosningu endurskoðenda kom fram einn listi með tveim nöfnum. Kosning fór því fram án atkvgr., og lýsti forseti yfir, að kjörnir væru:

Guðmundur Guðmundsson forstjóri,

Valtýr Guðjónsson forstjóri.