13.04.1954
Efri deild: 92. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1737 í B-deild Alþingistíðinda. (3673)

Starfslok deilda

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér — og vænti, að ég tali þar í umboði deildarmanna allra — að þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir. Ég vil einnig flytja honum þakkir fyrir röggsama og óhlutdræga fundarstjórn og gott samstarf á því þingi, sem nú er að ljúka. Ég vil færa honum beztu árnaðaróskir, óska honum góðrar hátíðar og heillaríks sumars og vænti, að við hittumst hér allir heilir, þegar þing byrjar næst störf sín.

Að endingu vil ég biðja þm. um að rísa úr sætum og taka undir orð mín til forseta. [Deildarmenn risu úr sætum.]