02.10.1953
Sameinað þing: 1. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (3698)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. 1. kjördeild hefur athugað kjörbréf þm. 3. kjördeildar, en það eru eftirtaldir þingmenn: Ásgeir Bjarnason, þm. Dal., Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf., Björn Ólafsson, 3. þm. Reykv., Brynjólfur Bjarnason, 2. landsk. þm., Eggert Þorsteinsson, 7. landsk. þm., Einar Ingimundarson, þm. Siglf., Eiríkur Þorsteinsson, þm. V-Ísf., Eysteinn Jónsson, 1. þm. S-M., Gils Guðmundsson, 8. þm. Reykv., Gunnar Thoroddsen, 7. þm. Reykv., Helgi Jónasson, 2. þm. Rang., Jón Pálmason, þm. A-Húnv., Jónas Rafnar, þm. Ak., Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn., Karl Guðjónsson, 9. landsk. þm., og Karl Kristjánsson, þm. S-Þ. Kjördeildin hefur ekki séð neinar vansmíðar á kosningu þessara þm. og leggur til, að hún verði tekin gild. Hins vegar hefur deildinni ekki borizt kjörbréf þm. Vestm., Jóhanns Jósefssonar, sem hefði átt að vera í þessari deild, en hann er staddur í útlöndum. Verður því að sjálfsögðu að fresta samþykkt kjörbréfs hans.