08.12.1953
Sameinað þing: 22. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

1. mál, fjárlög 1954

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Ég taldi rétt að taka nú þegar til máls, eftir að frsm. minni hl. n. hafa flutt sitt mál og einnig hefur verið gerð grein fyrir þeim brtt., sem fulltrúar Þjóðvfl. flytja, því að eins og ég gat um í upphafi, þá voru ekki lagðar fram í fjvn. neinar þær till., sem hv. fulltrúar minni hl. n., 1. og 2. minni hl., hafa lagt hér fram á sérstökum þskj., þannig að meiri hl. n. gafst ekki kostur á að kynnast þeim sjónarmiðum, sem hér koma fram. Eftir því sem mig minnir, og ég hygg mig muna það rétt, þá var aðeins ein till. formlega borin fram í n. af öðrum hv. minni hl., 11. landsk., um hækkun á fjárveitingu til sjúkrahúsa, en aðrar þessara brtt. voru ekki fluttar í fjvn., þannig að það er fyrst hér, sem meiri hl. n. sér þessar till. og hefur aðstöðu til þess að gera grein fyrir viðhorfi sínu til þeirra. Það er auðvitað ekkert við því að segja, að nm. flytji till. hér á hinn háa Alþ., en mér hefði nú fundizt, að það hefðu verið eðlilegri vinnubrögð, að þessar till. hefðu verið fyrst lagðat fram í n., þannig að meiri hl. n. hefði gefizt kostur á að taka þær þar til athugunar, því að það verður að teljast eðlilegast, þegar n. vinnur, að sérsjónarmið nm. komi þar fyrst í ljós, þó að þeir vitanlega geti svo komið þeim á framfæri, ef ekki tekst að ná samkomulagi um þær. En þetta er nú nánast fyrirkomulagsatriði, en skiptir kannske ekki meginmáli varðandi niðurstöðuna.

Ég vil þá leyfa mér að víkja fyrst að ræðu hv. 1. minni hl. fjvn., 3. landsk. þm. Það var vitanlegt, og það skal tekið fram, að það var þegar ljóst í n., að þó að fulltrúar hv. minni hl. þar gerðu ekki grein fyrir ákveðnum till., þá tóku þeir þó fram, að þeir mundu gera ágreining varðandi tekjuáætlun meiri hl. n. Ég sé nú ekki ástæðu til þess að fara ýtarlega út í þessa hlið málsins hér, því að hæstv. fjmrh. hefur þegar gert grein fyrir því, hvernig horfir með hag ríkissjóðs varðandi tekjuöflun á þessu ári og á næsta ári, og ég minntist í minni frumræðu á þau meginsjónarmið, sem hefðu legið til grundvallar tekjuáætlun meiri hl. n. Það má auðvitað endalaust um það stæla, hvort tekjur ríkissjóðs verði milljónatugnum meiri eða minni á næsta ári. Fyrir því liggur auðvitað engin reynsla, og verður það því að metast eftir aðstæðum, sem auðvitað eru meira og minna óvissar. En ég sé þó ekki, að fram hafi komið í þessum umr. neitt það frá hálfu þeirra aðila, sem bera hér fram till. um stórfellda hækkun á tekjuáætluninni, sem bendi til þess, að þeir telji, að líkurnar fyrir tekjum ríkissjóðs á næsta ári séu miklum mun betri en árið í ár, þannig að mér skilst, að það sé raunverulega samkomulag um það atriði, að það verði að miða tekjurnar við horfurnar nú, en ekki áætla, að þær muni verða verulega eða miklum mun hærri á næsta ári heldur en árinu í ár.

Það er nú augljóst mál, að tekjuáætlanir þær, sem komið hafa fram frá hv. 1. minni hl. fjvn. og hv. þm. Þjóðvfl., eru vægast sagt mjög hæpnar og hefðu enda naumast verið fram settar, ef þessir hv. þm. hefðu búizt við, að þær yrðu samþ., eða a.m.k. ef þeir hefðu átt að bera ábyrgð á fjármálastjórninni næsta ár. Þá eru líkur til, að það hefði nokkuð kveðið við annan tón varðandi þessa áætlun, og það verður auðvitað að meta áætlunina hjá þessum hv. þm. með hliðsjón af því, að hún er fyrst og fremst sett upp til þess að sýnast og til þess að geta með einhverju móti rökstutt stórfelldar útgjaldahækkanir, sem þessir hv. þm. leggja til að samþ. verði í sambandi við afgreiðslu fjárl.

Ég hirði sem sagt ekki að fara að eyða mörgum orðum að því umfram það, sem hæstv. fjmrh. sagði, hversu horfi með tekjur ríkissjóðs, en ég hygg, að það megi fullyrða, að meiri hl. n. hefur gengið út frá þeim hækkunum, sem ætla má með nokkurri skynsemi að verði á tekjunum. Ég skal játa, að það má gera ráð fyrir því væntanlega, að tekjur ríkissjóðs í ár verði nokkru hærri en áætlað er af meiri hl. fjvn. Það eru mjög miklar horfur á því. Það hefur verið bent á, að sú tekjuáætlun byggist m.a. á sérstökum tekjum vegna tolla af virkjununum, og ég vil vekja athygli á því, að þegar þessir hv. talsmenn minni hl. fjvn. og talsmenn Þjóðvfl. hafa hér verið með samanburð við tekjurnar eins og þær standa í októberlok, þá hafa þeir ekki haft þar neina hliðsjón af því, sem þar inn í er komið af tollum til virkjananna og áburðarverksmiðjunnar, en í þeirri upphæð eru um 15 millj. kr. af þeim tollum, en 10 millj. munu ekki komnar. Þegar vitnað er í tölurnar, sem hér standa á reikningsyfirlitinu, eins og þessir hv. þm. hafa gert, þá ber að athuga, að þessir tollar eru þar í. Og það er alveg rétt, að það má gera ráð fyrir því, að umfram þær tolltekjur verði nokkur afgangur, en sá afgangur er það litill, að ef menn vilja horfa með nokkurri aðgætni og ábyrgðartilfinningu á málið og hafa fullan vilja á því að afgreiða fjárl. þannig, að ekki sé fyrir fram sjáanlegt, að það muni verða greiðsluhalli á árinu, þá er auðvitað ekki með nokkru móti hægt að setja áætlunina gersamlega í topp, þannig að það séu ekki fáeinar milljónir, sem þar sé upp á að hlaupa, því þó að vitanlega beri að halda mjög fast í þá áætlun, sem gerð er í fjárl., og reyna að koma í veg fyrir, að greitt sé umfram fjárl., þá fer ekki hjá því, að mörg útgjöld koma fram á hverju ári, sem ófyrirséð eru, þegar fjárl. eru samþ., og einnig þarf, eins og ég benti á í frumræðu minni, ekki annað en að smávægilegar breytingar verði á launavísitölu til þess, að það muni ríkissjóð þegar um milljónir króna, og á það hefur enn fremur veríð bent, að árið í ár er sérstaklega gott tekjuár, þannig að það er naumast hægt að vænta þess, að það verði betra að því leyti á næsta ári. Ég vil vekja athygli á því í tilefni af því, sem hv. 8. landsk. sagði hér, að jólavörur í fyrra mundu ekki hafa verið tollafgreiddar fyrr en eftir nýár, að þá liggur það jafnframt í augum uppi, að þá er enn þá óvarlegra að reikna fullkomlega með tekjum þessa árs, því að þá koma til greina bæði jólavörurnar í fyrra og í ár, því að væntanlega verða þær nú afgreiddar fyrir áramót, þannig að útkoman verður því síður en svo hagstæðari með þessum útreikningi fyrir þá, sem vilja hækka þessa tekjuáætlun enn meir. Og ég verð að segja það út frá tilvitnun þessa hv. þm. í bókhald, sem gat nú verið gaman að heyra, að þá er ég nú ekki alveg viss um, að það hefði verið gefin ákaflega há bókhaldseinkunn fyrir þann uppsetning eða það reikningsdæmi, sem sett hefur verið hér upp á þskj. 264.

Ég vil þá leyfa mér að fara í elnstök atriði í ræðu hv. 3. landsk., sem snerta hinar sérstöku tili. hans. Hann leggur til í sinni till., að tekjuhalli póstsins verði jafnaður, þannig að pósturinn verði rekinn hallalaus. Það er vitanlega síður en svo, að meiri hl. fjvn. hafi á móti því, að pósturinn sé rekinn hallalaust. Það er beinlínis á það bent í nál., að meiri hl. telji það miklu varða, að ráðstafanir séu gerðar til þess að jafna þennan tekjuhalla, en eins og hv. 3. landsk. man, þá gerði póst- og símamálastjóri ráð fyrir því, að tekjuhalli póstsins mundi verða enn meiri en sem því nemur, sem er á frv., eða allt að einni millj. kr., og það mun hafa verið reynsla s.l. árs, þannig að til þess, að þetta megi verða, þarf að framkvæma stórfelldar hækkanir á póstburðargjöldum. Og ég held nú, að þótt kannske megi reikna með því, að flutningur á vini muni eitthvað auka tekjur póstsins, þá sé hæpið að leggja það til grundvallar, að það muni gersamlega geta útrýmt tekjuhalla póstsins. En þetta er vitanlega atriði, sem er mjög æskilegt og nauðsynlegt að ríkisstj. taki til athugunar, hvort ekki er hægt að framkvæma, en meiri hl. þótti nú varhugavert að gera ráð fyrir því, að þetta gæti orðið, þar sem sýnt var fram á, að það mundi kosta stórfellda hækkun á póstburðargjöldum.

Hv. 3. landsk. sagði, að sparnaðartillögur hans hefðu verið að engu hafðar. Að vísu tók hann það nú fram, að þær sparnaðartili. hefðu ekki verið bornar fram nú, heldur hefðu þær verið bornar fram á einhverjum fyrri þingum, þannig að það hefur ekki gefizt neitt tækífæri til þess í þetta sinn að reyna þær viðtæku sparnaðartill., sem hv. 3. landsk. telur sig hafa í huga. Það væri vissulega fróðlegt. Og hann er það atorkusamur maður, að ég trúi því illa, að hann sjái eftir tíma til þess að bera þessar sparnaðartill. sínar fram nú enn á þessu þingi, til þess að því gefist kostur á einnig að kynnast þeim leiðum, sem þessi hv. þm. hefur bent á út úr þessum mikla vanda, þannig að ég vænti þess nú, að þingið fái að sjá það a. m. k. fyrir 3. umr., hvaða leiðir hann hefur séð til þess að létta svo mjög gjöldum af ríkissjóði. (Gripið fram í: Þetta er leynivopn.) Það er líklega leynivopn. (Gripið fram í.) Jú, jú, ef þær eru nú eftir því raunsæjar. (Gripið fram í.) Ég skil ekki vel. — Hv. 3. landsk. vitnaði til þess, að það væru óhæfilega hátt áætlaðir liðir, þ.e.a.s. ferðakostnaður í sambandi við samninga við erlend ríki og sömuleiðis kostnaður við samningana sjálfa. Mér skildist, ef ég man rétt, að hann teldi, að ferðakostnaður hefði ekki orðið á s.l. ári nema rúmar 20 þús. Getur það verið rétt? (Gripið fram í.) En ég sé ekki betur en að á ríkisreikningnum hafi þessi kostnaður, ferðakostnaðurinn, orðið 162 þús. kr. Kostnaður vegna samninga við erlend ríki hefur orðið 374 þús., að vísu nokkru minna en áætlað var þá, en kostnaður vegna þátttöku í alþjóðaráðstefnum hefur þá orðið 725 þús. kr., eða á annað hundrað þúsund hærri en áætlað var, þannig að sparnaðurinn á þessum liðum verður naumast byggður á því, að reynslan hafi staðfest þetta. Um hitt má svo auðvitað deila, hvort það eigi að draga úr þessum kostnaði eða ekki.

Hv. 3. landsk. lagði til að fella niður kostnað við húsaleigunefndir og húsaleigueftirlit, þar sem það væri ekki nein þörf lengur á að hafa þetta. Ég vil nú vekja athygli á því, sem ég geri einnig ráð fyrir að hann viti, að húsaleigunefndir eru enn starfandi og framkvæmt er mat á húsaleigu samkvæmt lögum, þannig að það hefur af þessum sökum ekki þótt fært að leggja til, að þessi kostnaðarliður væri felldur niður.

Þá benti þessi hv. þm. á það, að fjármálaeftirlit skólanna væri mjög óþarfur liður Ð g það væri þess vegna þörf á að fella hann niður. Þetta mundi spara nokkra tugi þúsunda væntanlega eða kannske 70–80 þús., ef þessi liður væri felldur niður, en með hliðsjón af þeim stórkostlegu viðskiptum, sem eru milli sveitar- og bæjarfélaga annars vegar og ríkissjóðs hins vegar í sambandi við skólamálin, þá hygg ég, að þetta gæti nú orðið næsta hæpinn sparnaður fyrir ríkissjóðinn, því að sé það svo, eins og fullyrt er, að reynsla hafi verið góð af starfi þess manns, sem þetta eftirlit hefur framkvæmt, og að það hafi verið komið miklu betra eftirliti á varðandi skiptingu kostnaðarins og haft betra eftirlit með því, að það væri ekki lagt þar á ríkið meira en því bæri að greiða, þá er fljótt að koma upp í laun þessa manns, þannig að það er næsta hæpinn sparnaður að leggja til, að þetta verði fellt niður. Það er rétt hjá hv. 3. landsk., að fræðslumálastjóri hefur ekki lagt neina sérstaka áherzlu á það, að þetta eftirlit væri við lýði haft. En mér virtist hv. 3. landsk. leggja þetta nokkuð skakkt hér fyrir, vegna þess að þetta eftirlit er ekki beinlínis ætlað að sé á vegum fræðslumálastjóra eða. innt af hendi af einum starfsmanni hans, því að þarna er aðallega um að ræða endurskoðun, sem getur snert alveg eins fræðslumálastjóraembættið eins og aðra þætti skólamálanna.

Þá kem ég að því atriðinu, sem hv. 3. landsk. mjög breiddi sig yfir og hélt hér gamansama ræðu um og virtist telja, að það væri mikið gamanmál og hlægilegt í alla staði, að það skyldi vera verið með slíkt brambolt hér, en það er varðandi ýmiss konar rannsóknir á sviði landhúnaðar og sjávarútvegs. Hann gekk það langt að halda því fram, að það væri almenn skoðun bænda og sjómanna, að þessar rannsóknir væru alls ekki í þeirra þágu, heldur mundu þær, að því er mér skildist, aðeins eiga að vera „hobby“ eða tekjuauki fyrir vissa menn, sennilega einhverja stjórnargæðinga, sem þeir mundu heita á máli þessa hv. þm., til þess að leika sér að. Nú held ég, að það hljóti að vera ljóst öllum hv. þm., hversu fjarstætt er að halda fram slíkum staðhæfingum sem þessum. Það má vafalaust um það deila, hvort þessum rannsóknum og tilraunum verði hagað betur á einn eða annan hátt. En ég held, að það sé engin þjóð, sem í alvöru hugsar um að bæta sína atvinnuvegi og skapa sér bætta aðstöðu til aukinnar framleiðslu á sviði síns atvinnulífs, að henni detti í hug að halda því fram, að það sé ekki þörf á að hafa margvíslega tilraunastarfsemi bæði í þágu landbúnaðar og sjávarútvegs og iðnaðar í sinn landi, og að það yfirleitt detti nokkrum manni í hug í alvöru að leggja það til í þessum löndum. Ég efast líka um það, að neinn mundi treysta sér til þess að leggja það til hér, nema þá væntanlegra hv. 3. landsk., að allri slíkri tilraunastarfsemi yrði hætt. Ég er hræddur um, að það yrði bágborin útkoma á mörgum sviðum, ef það væri gert. Og það er náttúrlega gersamlega fullyrt út í bláinn að halda því fram, að það hafi enginn árangur orðið af slíkri tilraunastarfsemi. Annars er þetta það fjölþætt mál, að það tæki miklu lengri tíma að fara út í það heldur en ég hef hér til umráða. En þetta er að vísu ekkert nýtt sjónarmið. Þetta hefur komið fram og kemur oft fram í mörgum málum, að það er mjög dregið úr og taldar vera þarflausar ýmsar framkvæmdir, sem verið er að gera, þótt þjóðnýtar séu, et sá hugsunarháttur er ríkjandi, að menn yfirleitt vilji ekki neinar raunverulegar framfarir eða umbætur á þessu sviði. Ef menn hafa það sjónarmið, þá geta menn náttúrlega stutt það að fella allar þessar tilraunalegu rannsóknir niður.

Þá leggur hv. 3. landsk. til, að lækkað verði framlag til eyðingar refa og minka. Þessi lækkunartill. er náttúrlega gersamlega út í loftið af þeirri einföldu ástæðu, að þetta er ákveðið með lögum, og þar af leiðandi er um það að ræða að áætla í fjárlfrv. einhverja sennilega upphæð, sem þetta muni kosta, og reynslan árið 1952 sýnir, að þessi upphæð muni alls ekki vera of hátt áætluð í fjárlfrv., þannig að það er auðvitað algerlega til að blekkja sjálfan sig að lækka lið sem þennan.

Ég held nú satt að segja, að ég hafi farið í gegnum flestar af þessum sparnaðartillögum hv. 1. minni hv. fjvn. Nei, hann minnist þar á að fella niður framlag til vinnuhælis á Kvíabryggju og að það beri að reka ýmiss konar eftirlitsstarfsemi ríkisins hallalaust. Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja, ef það er hægt, en það hefur gengið erfiðlega að gera það, og vissulega gætu menn undir það tekið, að þetta væri mjög æskileg lausn. En það er tilgangslítið að setja það í fjárl., að það skuli rekið hallalaust, þegar reynslan sýnir svo ár eftir ár, að það er alltaf rekið með halla. Þá er það auðvitað ekki til annars en að blekkja sjálfan sig og valda því, að það verða meiri umframgreiðslur en annars væri þörf á, og mér skilst, að það sé nú áhugi ýmissa manna hér einmitt að koma í veg fyrir, að það þurfi að verða um umframgreiðslur að ræða.

Um vinnuhæli á Kvíabryggju skal ég nú ekki mikið ræða. Hv. þm. segir, að það muni ekki verða starfrækt á næsta ári. Mér skilst, að það verði starfrækt, og þá þýðir ekki annað en að ætla til þess einhverja fjárveitingu, þannig að þetta sé einnig heldur óraunhæfur sparnaður.

Þá kem ég að einum lið, sem ég hafði nærri gleymt, en það er sparnaðartill. hv. 3. landsk. varðandi fiskmatið, þ.e.a.s. að ferðakostnaður fiskmatsmanna lækki úr 175 þús. kr. niður í 100 þús. kr. Ég minnist þess, og ég býst við, að allir hv. þm. minnist þess, að það komu fram háværar raddir og miklar kröfur á hendur fiskmatinu og þá ekki hvað sízt frá þessum hv. þm. og hans blaði, þar sem miklar vitur voru á það bornar og það sakað um eftirlitsleysi í sambandi við skemmdir, sem urðu í fiski, og þess vegna satt að segja kemur manni dálítið einkennilega fyrir sjónir þessi brtt., því að það gefur auga leið, að yfirfiskmatsmennirnir, ef árangur á að verða af þeirra starfi, þurfa að vera mjög mikið á ferðinni, því að þeir geta lítið starfað, ef þeir sitja alltaf á þeirri þúfu, sem þeir eiga heima á, heldur verða þeir að ferðast um. Ég hygg, að það muni vera fáir, sem álíta, að ekki beri að leggja á það alla áherzlu, að vöndun fisksins verði sem allra bezt. Við höfum þegar haft af því mikið tjón, að það hefur ekki verið svo vandað um þessa vöru sem æskilegt hefði verið, og það ber að leggja á það megináherzlu að koma í veg fyrir, að gallar verði á framleiðslu þessarar vöru. Við erum að vinna nýja markaði nú, og þess vegna er það vitanlega lífsspursmál fyrir þjóðina og miklu meira atriði en 100 eða 200 þús. kr., sem fara í ferðakostnað, ef það tækist að bæta þetta fiskmat og koma í veg fyrir, að nein vandræði yrðu á þessu sviði. Ég skal geta þess til upplýsingar, að kostnaðurinn við þetta hefur eðlilega aukizt vegna þess, að t.d. er aðeins einn yfirfiskmatsmaður með allri skreiðinni og þarf að ferðast mjög mikið af þessum sökum. Þessi kostnaður kom fyrst til á árinu í ár, og það er því ekki að undra, þó að þessi kostnaður allur hafi töluvert aukizt. Ég hygg sem sagt, að það sé ekki skynsamlegt fyrir okkar hag að sníða matinu allt of þröngan stakk varðandi sína starfsemi að þessu leyti.

Þetta eru sparnaðartill. hv. 3. landsk. Þær, eins og hv. þm. sjá, eru nú ekki allar sérlega djúpt hugsaðar, að því er virðist vera. Það er að vísu virðingarverð hver viðleitni til þess að spara, en sú viðleitni verður þá að styðjast við raunveruleikann. Og það er einnig ljóst, að jafnvel þótt hægt væri að reyta nokkrar krónur hér og þar, þá hefur það litla þýðingu varðandi heildarvandann í þessu máli, en það er stórfelldur sparnaður til þess að tryggja, að það geti orðið um að ræða skattalækkun á almenningi varanlega og verði komið í veg fyrir það, að þurfi að leggja á nýjar álögur, og jafnframt um leið, að hægt verði að reyna að stuðla að því, sem mér skilst einnig að allir séu sammála um, að meira fé geti orðið varið til verklegra framkvæmda en nú er gert.

Ég vil sérstaklega í sambandi við till. hv. 3. landsk. um framlag til fiskveiðasjóðs geta þess, að það er vitanlega og hlýtur að vera almennur vilji allra hv. þm. að stuðla að því að leysa úr þeim feikimikla vanda, sem þar er við að etja, en ég fæ ekki séð, að það sé auðið að taka inn á fjárl. eins og nú standa sakir milljónaútgjöld í þessu skyni, heldur verði að reyna að fara þar aðrar leiðir, og ég er ekki í efa um það, að mikill meiri hluti þingsins hefur fullan hug á því að styðja viðleitni í þá átt, til þess að bætt verði úr þeim vanda, sem að sjávarútveginum steðjar nú vegna tilfinnanlegs skorts á stofnlánum, þannig að um það út af fyrir sig geti ekki ágreiningur orðið, heldur hitt, hvort auðið sé að taka það í fjárl. eða ekki.

Ég hirði ekki að fara út í einstaka liði varðandi þessi útgjöld, sem þarna koma fram. Þess gerist naumast þörf. Það má, eins og ég sagði, alltaf um það deila, hvort upphæð á að vera 20–30 þús. kr. hærri eða lægri, og fer eftir mati manna á því og þar af leiðandi erfitt um það að segja. Það eru aðeins stóru póstarnir, sem hljóta að skipta máli í því sambandi.

Það er hér síðast í heimildagrein talað um að verja 50% af tekjuafgangi ríkissjóðs til greiðslu á skuldum ríkisins vegna skólabygginga, en það er tvímælalaust mikil þörf á því að létta undir með sveitarfélögunum að þessu leyti. En ég hygg, að það sé dálitið óeðlilegt að taka inn þessa heimild, sem þarna er um að ræða, bæði vegna þess, að það er nú algerlega óséð um, hver tekjuafgangur ríkissjóðs verður, og eins vegna hins, að það má gera ráð fyrir, að sú venja verði höfð nú eins og var síðast, þegar verulegur tekjuafgangur varð, að leitað verði sérstakrar heimildar Alþ. til ráðstöfunar á þeim tekjuafgangi, þegar að því kemur, að ljóst verði, hver sá afgangur er. Það er varla tímabært að vera að ráðstafa slíkum tekjuafgangi, þótt til nytsamlegra hluta sé, fyrr en séð verður, hverju er verið að ráðstafa. Og það ætti að vera fullkomlega tryggt, að hv. þm. gætu komið að sínum sjónarmiðum um það, þegar endanlega verður frá því gengið, ef einhverju verður að ráðstafa.

Mér skildist, að hv. 3. landsk. teldi það hæpið að taka upp styrkveitingu til flugbjörgunarsveitarinnar nema þá með því að hækka einnig fjárveitingu til slysavarna almennt. Við þessu er það að segja, að flugbjörgunarsveitin er tekin upp með styrk til tækjakaupa, sem er gert ráð fyrir að sé í eitt skipti fyrir öll að þessu leyti, þannig að hér er ekki um að ræða venjulegan rekstrarstyrk og því naumast hægt að bera það saman við fasta rekstrarstyrki, sem aðrir aðilar hafa á fjárl., og að þessu leyti getur það ekki talizt neitt misboðið Slysavarnafélaginu, þó að þetta sé tekið upp í sambandi við þessa sérstöku starfsemi, sem þarna er um að ræða og er vissulega góðra gjalda verð.

Annars er eitt, sem mér fannst vera nokkuð áberandi hjá hv. 3. landsk. og ég er nokkuð hissa á, og það er það, að mér fannst hann sveigja heldur kuldalega að ríkisfyrirtækjum og telja, að þau skiluðu yfirleitt ekki eins góðri útkomu og vert væri. Þetta kemur einkennilega út fyrir þá, sem hafa álitið, að þessi hv. þm. hefði áhuga á því að koma öllu undir ríkið.

Ég vil þá leyfa mér að víkja að till. hv. 2. minni hl. fjvn., 11. landsk. þm. Hv. 3. landsk. gerir þó tilraun til þess á pappírnum a.m.k. að benda á, hvernig eigi að mæta þeim útgjöldum, sem hann leggur til, en hins vegar hefur hv. 11. landsk. algerlega láðst það. Hann segir það eitt, að hann sé algerlega og hans flokkur á móti þeim tekjuleiðum, sem ríkið hafi, og manni skilst, að hann telji, að það séu allt að því blóðpeningar, sem þar séu sognir inn af almenningi í landinu, og hann vilji þess vegna ekki saurga sig á því að fara að koma með neinar till. varðandi tekjuhliðina. En hins vegar hefur þessum ágæta þm. ekkert þótt athugavert við það að sýna þó sína viðleitni til þess að ráðstafa þessu illa fengna fé þannig, að till. hans um það efni skipta nokkrum milljónatugum, og skilst manni ekki, að það sé spor í þá átt að létta þessum ófögnuði af þjóðinni, sem hann talar um í sambandi við innheimtu tekjustofnanna, þannig að það verður dálítið erfitt að sjá, hvaða hugsun liggur á bak við þessar till. þessa hv. þm.

Þessar till. eru nú að nokkru leyti þær sömu eins og kemur fram hjá hv. 3. landsk. og raunar einnig hjá hv. þm. Þjóðvfl. Það er hækkun til ýmissa framkvæmda. Að vísu einskorðar hann sig við fáa liði, en lætur þar hlaupa á milljónum, þannig að það er öllu stórtækara í sakirnar farið.

Eins og ég gat um í frumræðu minni, geri ég ráð fyrir, að það sé ósk allra hv. þm., að það væri hægt að verja mun meira fé til ýmissa mikilvægra framkvæmda heldur en talið hefur verið fært. En þar verður að reyna að velja og hafna og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og ekki hægt að gera alla hluti í einu. Afleiðing þess verður vitanlega sú, að það verður að hafa hér miklu meiri takmörk á heldur en menn kynnu að óska, ef þeir taka hvern einstakan lið út af fyrir sig. Ég geri ráð fyrir, að menn vildu gjarnan verja 2 millj. kr. til læknisbústaða og sjúkrahúsa, og svo mætti lengi telja, en ef það á að vera hægt að fá eitthvert vít út úr þessu öllu, þá verður auðvitað að fara þarna bil beggja.

Hv. 11. landsk. heldur því fram í sínum till., að það sé allt of skammt gengið í till. ríkisstj. í sambandi við raforkumálin, og vill leggja til, að þau framlög verði mikið hækkuð. Eins og hv. þm. er kunnugt, hefur um það samizt og er eitt meginstefnumál núverandi ríkisstj. og stjórnarflokka að leysa þessi raforkumál og þann mikla vanda, sem þar er um að ræða, á skömmum tíma og eftir ákveðnum leiðum. Í samræmi við það eru hækkaðar fjárveitingar til raforkumála á frv. um 7 millj. kr. og hugsað er að leysa á annan hátt þá fjárþörf, sem þarna er um að ræða, þannig að það bætir ekki neitt úr skák, þó að það sé verið að hækka þessi framlög eins og hér er lagt til, því að það verður reynt að sjá þessu farborða á annan hátt, án þess að þurfi að ganga inn á þá tekjustofna, sem um er að ræða í sambandi við fjárl., og rýra að því leyti framlög til annarra þarfra hluta.

Hv. 11. landsk. kemur að því í sínum till. að leggja til að taka lán til íbúðarhúsabygginga, allmikla upphæð, rúmar 30 millj. kr. Eins og hv. þm. vita, er það einnig eitt af aðalstefnumálum núverandi ríkisstj. að leysa þessi húsnæðisvandamál og fjárþörfina varðandi þau með heildaraðgerðum í því efni, og af þeim sökum er langeðlilegast að bíða með till. varðandi það efni, þangað til þær lausnir og það frv., sem væntanlega verður fram borið um það atriði, liggur fyrir, því að það er sjáanlega enginn möguleiki til þess að vera að taka þetta inn á fjárl. og í rauninni óeðlilegt að vera að setja inn á fjárl. heimildir til lántöku og endurlána í þessu eða öðru sambandi.

Í till. hv. 11. landsk. er lagt til að fella niður liðinn til ófriðarráðstafana eða vegna ófriðarhættu, sem er 1 millj. kr. Ég er nú nokkuð hissa á því, að till. skuli koma fram um það að fella niður þennan lið, ekki sízt af því, að þessum hv. þm. var kunnugt um það vegna starfa sinna í fjvn., hvað hefur veríð gert í sambandi við ráðstöfun þess fjár, sem til þessara hluta hefur verið varið, og ég hygg, að allir geti verið sammála um, að það sé mikil þörf á því, að slíkar ráðstafanir séu gerðar. Ég minnist þess, að hér fyrir hinu háa Alþ. liggur t.d. þáltill. um að gera sérstakar ráðstafanir til verndar forngripum þjóðarinnar og handritum í tiletni af stríðshættu, og mér hefur skilizt af yfirleitt tali manna og umræðum, að það væri almenn skoðun, enda sjálfsagt, að gera einhverjar ráðstafanir í þessu sambandi, þó að auðvitað allir voni, að ekki þurfi til þess að koma, að þær ógnir skelli yfir. En til þessara hluta hefur verið veitt samtals 2.5 millj. kr. Það var ráð fyrir því gert, að viðkomandi bæjarfélög legðu helming á móti þessu framlagi. Reykjavík ein mun hafa gert það, og þar af leiðandi hefur meginhlutinn af þessu fé verið notaður hér í Reykjavík, og loftvarnarnefnd Reykjavíkur hefur eftir þeim upplýsingum, sem fjvn. hefur fengið, haft til umráða í þessu sambandi alls um hálfa fimmtu millj. kr. Þessu fé hefur verið varið til þess að kaupa margvísleg tæki. Ég skal rétt drepa á það helzta. Það hafa verið keypt hjúkrunargögn og lækningatæki fyrir 1.6 millj. kr. Eldvarnartæki ýmis hafa verið keypt fyrir 1 millj. kr., aðvörunarkerfi fyrir 275 þús. kr., talstöðvar og ýmiss konar tæki í sambandi við fjarskiptaþjónustu fyrir 375 þús. kr., 200 þús. kr. hefur verið varið til loftvarnabyrgja og 400 þús. kr. til kaupa á útbúnaði og tækjum fyrir ýmsar hjálparsveitir, og enn mun vera talsvert margt ógert í þessu sambandi. Ég skil ekki í öðru en það sé skoðun meginþorra hv. þm., að stuðla beri að því, að reynt sé að tryggja öryggi þjóðarinnar að þessu leyti og íbúa höfuðborgarinnar, eftir því sem framast er unnt. Og það má gera ráð fyrir, að fleiri bæir vilji notfæra sér þetta, og þá auðvitað kemur til nota þessarar fjárhæðar þar.

Aðeins örfá orð hér að síðustu um till. hv. þingmanna Þjóðvfl.

Þeir gera ráð fyrir því að leggja niður sendiráðin í Stokkhólmi og Osló. Ég geri þó naumast ráð fyrir því, að þeir hugsi sér, að það verði ekki starfandi konsúlöt í þessum löndum. Þegar komið hafa fram raddir um það áður, að eitt sendiráð yrði fyrir Norðurlönd, þá held ég að enginn hafi þó gert ráð fyrir, að hægt væri að komast hjá því að hafa einhverja fulltrúa í þessum löndum vegna okkar nánu samskipta, bæði viðskiptalega og menningarlega, og þó sérstaklega menningarlega, við þessi lönd.

Varðandi hækkun á tekjum flugvallanna vil ég benda á það, að meiri hl. fjvn. hefur í heimildagrein lagt til, að það verði heimilað að nota umframtekjur flugvallanna á næsta ári, allt að 2.5 millj. kr., til flugvallagerða, þannig að þarflaust er og ástæðulaust að vera að hækka tekjuáætlunina eins og hér er lagt til.

Um íþróttasjóðinn, sem kemur hér fram í mörgum brtt., vil ég taka það fram, að þetta mál er í rauninni ekki endanlega afgr. frá fjvn. og mun verða tekið þar til nánari athugunar nú fyrir 3. umr. Það er vissulega mjög mikil þörf á því að auka fé þessa sjóðs, því að það eru miklar kröfur, sem á hann eru fallnar. Ekki hvað sízt stafar það af því, að þessi sjóður hafði á sínum tíma meira fé til umráða og menn lögðu því þá í framkvæmdir í trausti þess, að það væri hægt að greiða það fé, en síðan var þessi liður lækkaður.

Varðandi till. um það, að Iðnaðarmálastofnunin hafi með höndum þau atriði, sem snerta framlagið til mótvirðissjóðs vegna tækniaðstoðar, vil ég taka það fram, að það er á margan hátt óeðlilegt, að þessari stofnun sé falið þetta hlutverk, vegna þess að þessi tæknilega aðstoð hefur verið veitt öðrum atvinnuvegum einnig en iðnaði, bæði landbúnaði og sjávarútvegi. Nú skal ég t.d. geta þess, að það er fyrirhugað að fá hingað sérfróðan mann til leiðbeiningar ungmennafélögunum um starfsíþróttir, og það er ótalmargt, sem hér kemur til greina. Það hafa verið keypt samkvæmt þessum lið ýmiss konar tæki til ýmissa rannsókna, ekki aðeins í þágu iðnaðarins, heldur í þágu annarra atvinnugreina, þannig að það er á allan hátt óeðlilegt að fara að leggja þetta fé undir Iðnaðarmálastofnunina, þar sem það mundi ekki nema að nokkru leyti snerta starfssvið hennar.

Sama er að segja um þessa till. hér varðandi útrýmingu braggaíbúða og annars heilsuspillandi húsnæðis, þó að illgjarnir menn kynnu nú að segja, að það fælist ekki í till. annað en að það ætti að útrýma þessu, en ekki byggja annað upp. En ég veit nú, að það er ekki hugsunin hjá hv. flm. Það á við það, sem ég áðan sagði varðandi húsnæðismálin almennt og þá athugun, sem er á vegum ríkisstj. á þeim málum yfirleitt.

Það er lagt til í þessum till. að verja mun hærri upphæðum til atvinnubóta heldur en gert er í till. meiri hl. fjvn. Vitanlega væri hægt að nota fé í því sambandi, þó að þar væri gert ráð fyrir 50–60 millj. kr., því að þarfirnar eru svo geysilega miklar. En hins vegar verður á þessu sviði sem öðrum að meta það, hvað hægt er að gera hverju sinni, og meiri hl. n. hefur ekki talið sér fært að leggja til, að veitt verði hærri upphæð en 5 millj. kr. í þessu skyni nú.