10.12.1953
Sameinað þing: 24. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

1. mál, fjárlög 1954

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það er ákveðið í lögum, að hvaða hluta ríkissjóður eigi að bera kostnað af rekstri gagnfræðaskóla og héraðsskóla, og þar með er líka ákveðið, að hvaða hluta ríkið eigi að kosta hitakostnað viðkomandi stofnana. Það að fara út fyrir ramma laganna um tvo eða þrjá skóla, eins og hér er ætlunin, tel ég mestu fjarstæðu og ósvinnu og ekkert samræmi í gerðum þingsins, þar sem ekki hefur fengizt þingvilji fyrir því að fara inn á að borga hitakostnað allra skóla, sem ríkið rekur. Ég segi því auðvitað nei við þessari till., tel mestu fásinnu að afgreiða svona till.

Brtt. 242,11.g samþ. með 32 shlj. atkv.

— 257,39 felld með 25:15 atkv.

— 261,12 felld með 25:15 atkv.

— 280,VIII tekin aftur.

— 264,22 felld með 28:9 atkv.

— 277,XIV felld með 31:15 atkv., að viðhöfðu nafnaakalli, og sögðu

já: EmJ, FRV, GilsG, GÍG, GJóh, GÞG, HV, HG, KGuðj, LJós, SG, BergS, BrB, EggÞ, EOl.

nei: EystJ, GíslG, GíslJ, HÁ, BFB, HermJ, IngF, IngJ, JK, JPálm, JS, JR, KK, KJJ, LJóh, MJ, ÓTh, PZ, PÞ, PO, SÁ, SÓÓ, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB, BSt, BBen, EirÞ, JörB.

EI greiddi ekki atkv.

5 þm. (GTh, JóhH, JJós, SB, BÓ) fjarstaddir. 1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkv.: