16.12.1953
Sameinað þing: 27. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 624 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

1. mál, fjárlög 1954

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég sé ekki ástæðu til þess að gera fjárl. neitt að umræðuefni almennt við þessa umr. eða framhald hennar, þar sem þau máletni hafa nú verið ýtarlega rædd. Ég kvaddi mér hljóðs einvörðungu til þess að mæla fyrir brtt., sem ég flyt hér ásamt hæstv. menntmrh. Till. er á þskj. 330,XV. Hún er um að heimila ríkisstj. að greiða allt að 700 þús. kr. upp í áfallnar rekstrarskuldir þjóðleikhússins. Þannig er mál með vexti, að þjóðleikhúsið hefur ekki getað orðið rekið hallalaust með þeim styrk af skemmtanaskatti, sem það hefur. Það liggur nú fyrir, að talsverður halli hefur orðið undanfarið á rekstri hússins. Það er með engu móti hægt að komast hjá því að greiða þennan halla. Hann liggur fyrir í lausaskuldum, sem verður að greiða, en á hinn bóginn eðlilegra, að fyrir því sé heimild frá hv. Alþ. Þess vegna höfum við lagt til, að sú heimild verði gefin með þessu móti. Það er að vísu líklegt, að einhver halli verði á rekstri þjóðleikhússins að óbreyttu skemmtanaskattstillaginn á mesta ári. En þó hefur það mál ekki verið athugað svo ýtarlega, að við viljum gera nokkrar till., sem lúta að framtíðinni, heldur binda okkur eingöngu við að fá heimild stj. til handa til þess að hreinsa upp þær skuldir, sem á hafa fallið.