08.02.1954
Neðri deild: 42. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

136. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það er nú orðin nokkuð föst venja hér að fresta samkomudegi reglulegs Alþingis fram á haustið. Þetta frv., sem hér er til umræðu, fjallar um það og þá lagabreytingu, sem er nauðsynleg til þess, að svo megi verða. Ég sé ekki ástæðu til að hafa um frv. neinar málalengingar af minni hendi, vegna þess að bæði um efni þess, form og þær ástæður, sem að því hníga,. er öllum hv. alþm. eins vel kunnugt og mér.

Ég tel óþarft, að þessu frv. verði vísað til nefndar. Ef einhver hins vegar óskar frekar, að það fari til nefndar, þá hef ég ekkert á móti því.