27.03.1954
Efri deild: 70. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

139. mál, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli

Frsm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Þetta mál er, eins og grg. fyrir frv. ber með sér, afleiðing þess, að skipan mála í ríkisstj. og skipting verka varð með öðrum hætti en verið hafði fyrir 1. sept. 1953. Eftir að sú verkaskipting hafði verið gerð, sem þar er ákveðin, varð ekki hjá því komizt að áliti ríkisstj., eins og grg. ber líka með sér, að skipa sérstakan lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, og um það er þetta frv. Það er því engin ástæða til þess frá minni hendi að fjölyrða um þetta mál. N. hefur orðið sammála um, að frv. beri að samþ. óbreytt, en einn nm. tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Ég leyfi mér þess vegna að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.