07.04.1954
Neðri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (799)

183. mál, Framkvæmdabanki Íslands

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Fjhn. d. hefur haft þetta mál til meðferðar og skilað nál. á þskj. 709, þar sem gerð er grein fyrir því, að um leið og n. er sammála um að mæla með samþykkt frv., gerir hún þó till. um eina breyt., og það er að hækka heimildina varðandi heildarupphæð þá, sem erlend lán Framkvæmdabankans mega nema með ríkisábyrgð, úr 173 millj. kr., eins og það var upphaflega í frv., upp í 225 millj. Hér er um að ræða breyt. á 9. gr. l. um Framkvæmdabankann, en þar segir, að fjmrh. sé heimilt að ábyrgjast f.h. ríkissjóðs erlend lán og erlendar skuldbindingar bankans með þeim skilmálum, er hann samþykkir. Þó má samanlögð upphæð þeirra erlendra skulda bankans, sem ríkissjóður ábyrgist samkvæmt þessari gr., ekki vera hærri en 80 millj. kr. á hverjum tíma. Í frv. var gert ráð fyrir að breyta þessari upphæð úr 80 millj. í 175 millj., en það er í samráði við hæstv. ríkisstj., sem fjhn. leggur nú til, að þetta hækki enn upp í 225 millj. kr., og er gerð nokkur grein fyrir því í nál. Það, að frv. var upphaflega flutt til þess að hækka þessa umtöluðu heimild upp í 175 millj. kr., byggðist á ráðagerðum um lántökur á vegum Framkvæmdabankans bæði í sambandi við raforkuframkvæmdir og fyrirhugaða sementsverksmiðju, og meðan málið hefur verið í meðferð, þá eru uppi ráðagerðir um það, að ef svo til tækist, þá mundi verða freistað að fá bærri erlend lán en upphaflega var ráðgert, og það byggist eingöngu á því, að þessi brtt. fjhn. er flutt. Með því mundu rúmast innan þessarar heimildar þær bollaleggingar, sem uppi eru um lántökur vegna hinnar fyrirhuguðu sementsverksmiðju og raforkuframkvæmdanna, og þar fyrir utan verður skilin eftir nokkur heimild til bankans, sem óráðstafað eða ótiltekin er, eins og upphaflega var nú gert, þegar hámarksupphæðin í 9. gr. laganna um Framkvæmdabankann var sett.

Ég tel ekki ástæðu til að svo komnu að gera nánari grein fyrir þessu en þegar er orðið. N. leggur sem sagt til, að frv. sé samþ. með þessari breytingu.