02.04.1954
Neðri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það er vitað mál, að í því samkomulagi, sem gert hefur verið um samþykkt þeirrar löggjafar, sem hér er verið að ræða um, eru ýmis atriði, sem sumir þeirra, sem að samkomulaginu standa, hefðu kosið öðruvísi. Það er ekki hægt að gera um slíkt samkomulag, nema því aðeins að það sé slakað til á báða bóga. Ég tel þessa till. algert brigðmæli við það samkomulag, sem hefur verið gert í þessum efnum, og segi eindregið nei.