08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (949)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég er að vísu meðmæltur því, að skattalögin séu prentuð í heild sinni, en séu ekki í smábútum. En á hinn bóginn finnst mér óþarfi, að það sé gert tvisvar á ári, og þar sem það liggur beinlínis fyrir, að endurskoðun skattalaganna heldur enn áfram og væntanlega er mjög skammt eftir því að bíða, að þeirri framhaldsendurskoðun verði lokið og þá þurfi að prenta skattalögin, þá segi ég nei.