09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (975)

168. mál, fyrningarafskriftir

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hafði ætlað mér að athuga betur en gert hafði verið, þegar nefndarfundurinn var haldinn, hvort örugglega væri gengið frá því, að ekki væri hægt að fyrna sömu eign oftar en einn sinni, og í öðru lagi, hvort ekki væri ástæða til að setja fyllri reglur um það, á hvern hátt þessar fyrningarafskriftir yrðu skattlagðar, ef um gróða væri að ræða á sölunni umfram það, sem greint er frá í lögunum frá 1946. Vegna þess mikla hraða, sem er hér á afgreiðslu mála, og langra fundarhalda hefur mér ekki unnizt tími til að semja brtt. um þetta efni og verð því að láta málið fara fram, án þess að brtt. komi fram.