29.04.1955
Neðri deild: 81. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

187. mál, togarinn Valborg Herjólfsdóttir

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem er að finna á þskj. 573, er stjórnarfrv. og felur í sér að heimila ríkisstj. að kaupa togarann Vilborgu Herjólfsdóttur og lána í því skyni allt að 450 þús. kr. og ábyrgjast lán allt að 2 millj. 750 þús. kr., hvort tveggja gegn tryggingum, sem stjórnin tekur gildar. Það er ákveðið, að þetta skip sé keypt til handa 3 kaupstöðum norðanlands, og hefur þegar verið gengið frá félagsstofnun um það, en þeir kaupstaðir eru Sauðárkrókskaupstaður, Húsavíkurkaupstaður og Ólafsfjarðarkaupstaður.

Fjhn. hefur rætt þetta mál og mælir með því einróma, að það verði samþ. elns og frv. liggur fyrir.