15.11.1954
Efri deild: 17. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

7. mál, veitingaskattur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um að afnema veitingaskattinn. Þessi skattur var lagður á fyrir nokkrum árum og hefur verið innheimtur. Hann hefur verið fremur erfiður í innheimtu og heldur óskemmtilegur, þegar menn vita, hversu erfitt gistihúsa- og veitingahúsarekstur hefur átt uppdráttar. Það hefur verið ætlun manna nú um sinn að nota tækifæri, ef gæfist, til þess að afnema þennan skatt, og þykir nú óhætt að ráðast í það, og því er þetta frv. fram komið. Ég vil leyfa mér að mælast til, að því verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umr.