06.05.1955
Neðri deild: 86. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (1160)

198. mál, greiðsluafgangur ríkissjóðs

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem fyrir liggur á þskj. 745, er flutt af hæstv. ríkisstj., og gerði hæstv. fjmrh. grein fyrir því allýtarlega hér við 1. umr.

Fjhn. hefur athugað þetta mál og mælir einróma með því, að það verði samþykkt. Tveir nm., hv. 1. landsk. þm. (GÞG) og hv. 9. landsk. þm. (KGuðj), áskilja sér rétt til þess að flytja við það brtt.

Í raun og veru má segja, að mikið af þessum ákvæðum, sem frv. hefur að geyma, þýði það að lækka fjáraukalög, sem væntanleg mundu vera fyrir þetta ár, en þessi aðferð er þó öllu viðfelldnari að okkar áliti, að þetta sé ákveðið með sérstöku frv. A.m.k. gildir þetta um þau ákvæði þessa frv., þar sem farið er fram á að borga skuldir, sem ríkið er í, og ég fyrir mitt leyti tel það jafnvei nokkuð vafasamt, hvort verandi ríkisstj., hver sem hún er, þarf fyrir því sérstaka heimild, ef greiðsluafgangur er, að láta eitthvað af þeim greiðsluafgangi í skuldir, sem ríkið er í, enda þótt það sé gott út af fyrir sig að leita sérheimilda fyrir því. En sem sagt, fjhn. væntir þess, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.