17.12.1954
Efri deild: 38. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1341)

114. mál, þingfararkaup alþingismanna, lífeyrissjóð o. fl.

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég býst við, að þetta frv. þurfi í sjálfu sér leiðréttingar við. En ég legg þó til, að því verði ekki vísað til n. eins og nú stendur á, heldur fái það að ganga í gegnum hv. d. og verða að lögum, til þess að þær ekkjur, sem frv. einkum fjallar um, fái þann rétt, sem það gerir ráð fyrir, nú um áramótin. Ég hef haft samráð um þetta við aðra nm. í fjhn., — en málinu mundi án efa verða vísað til fjhn., ef því væri á annað borð vísað til n. Annars geri ég ráð fyrir því, m.a. út af ummælum, sem féllu í gær í Sþ. hjá hæstv. forseta þessarar d., að 4. um þingfararkaup alþm. þurfi að endurskoða á framhaldsþinginu nú eftir áramótin, og kæmu þá þau atriði, sem í þessu frv. eru, þar einnig til umr.