25.02.1955
Efri deild: 52. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1419)

92. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Það skulu vera aðeins örfá orð. Ég held þessi aths. hv. þm. Str. (HermJ) sé á misskilningi byggð, því að reglan stendur einmitt áfram í 1. gr. alveg ófrávíkjanlega, að þau börn, sem að staðaldri hafa setið á búinu og unnið að því, eigi að sitja fyrir. Nú gæti þarna verið um fleiri börn að ræða og þurfi að leita samkomulags, og það verður vitaskuld gert eins og mögulegt er, en svo er fellt niður að láta það fara undir atkv. barnanna, heldur eigi þá skiptaráðandi að skera úr. En reglan stendur eftir sem áður, að barnið, sem hefur unnið að staðaldri að búinu, á að sitja fyrir.