03.12.1954
Neðri deild: 26. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

104. mál, eyðing refa og minka

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar flm. þessa frv. að þakka hv. landbn. fyrir skjóta afgreiðslu á þessu máli.

Eins og hv. frsm. n. tók fram, leggur n. til, að frv. verði samþ. með þeim breyt. á 1. gr., að upphæðir þær, sem þar eru tilgreindar, lækki nokkuð, þ.e.a.s. verðlaun fyrir hlaupadýr niður í 180 kr. og fyrir minka niður í 90 kr. Við flm. frv. fórum eftir tillögum frá búnaðarþingi í þessu efni, en ég held, að mér sé óhætt að segja það fyrir okkar hönd, að við munum geta fallizt á þær breytingar, sem hv. n. hefur lagt til að gerðar verði á frv.