08.03.1955
Efri deild: 55. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (1457)

125. mál, landshöfn í Keflavíkur-ogNjarðvíkurhreppum

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Í l. nr. 25 1946 er stofnað til landshafnar í Keflavíkur- og Njarðvíkurhreppum. Ríkisstj. er í l. þessum veitt heimild til þess að taka lán f. h. ríkissjóðs, allt að 10 millj. kr., er endurgreiðist að 1/3 af ríkissjóði og 2/3 úr hafnarsjóði. Skal miða hafnargjöld á hverjum tíma við það, að hægt sé að greiða vexti og afborganir af 2/3 stofnlána svo og rekstrarkostnað á hverjum tíma.

Nú er búið að leggja í hafnargerð þarna 1415 millj. kr., og þarf því mikið fé til að standa straum af vöxtum og afborgunum, en þess má geta, að tekjur landshafnarinnar eru hærri en annars staðar á landinu utan Reykjavíkur. S.l. ár námu þær samtals um 1.7 millj. kr. Þörfin er mikil fyrir frekari stækkun hafnarinnar, eins og grg. ber með sér, og því leggur n. til, að frv. verði samþykkt óbreytt, sbr. nál. á þskj. 433.