18.02.1955
Neðri deild: 49. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1463)

151. mál, endurtrygging

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. flytur þetta frv. á þskj. 362 eftir beiðni félmrn. Efni frv. er það að heimila Íslenzkri endurtryggingu að greiða 6% í arð af hlutafjáreign í stað þess að arðsúthlutun er nú bundin við 5%.

Þetta ákvæði um 5% arðsúthlutun var sett með lögum frá 1947, og var þá höfð hliðsjón af því, að bankavextir voru þá mjög lágir eða yfirleitt ekki nema 2%, en síðan hafa þeir hækkað og eru nú í almennum sparisjóðsbókum 5%. Þykir því eðlilegt til samræmis við þessa breytingu á bankavöxtum að gera þá breytingu, sem þetta frv. fer fram á.