13.10.1954
Efri deild: 3. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

11. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í frv. er gert ráð fyrir að innheimta með álagi vörumagnstoll og verðtoll á sama hátt og verið hefur undanfarin missiri. Enn fremur er í 2. gr. gert ráð fyrir að undanþiggja tollahækkuninni vissar vörur, sem þar eru nánar til teknar, og eru þau ákvæði alveg óbreytt frá því, sem verið hefur. Loks er í 3. gr. heimilað að fella alveg niður aðflutningsgjöld af ýmsum vörutegundum, þ. á m. kaffi og sykri og fleiri vörutegundum, og eru þær heimildir einnig hér ráðgerðar nákvæmlega eins og þær hafa verið s.l. ár og gert ráð fyrir, að þær verði notaðar á sama hátt.

Ég leyfi mér að óska eftir því, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari 1. umr.