14.02.1955
Neðri deild: 47. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Jónas Rafnar:

Herra forseti. Ég get orðið við tilmælum hv. n. um að taka til baka brtt. mína á þskj. 350. Í stað hennar ætla ég að leyfa mér að leggja fram aðra brtt., skriflega, við 1. gr., að á eftir orðinu „Reykjavík“ komi: og á Akureyri. — Það er ekki ástæða fyrir mig til þess að fylgja þessari brtt. úr hlaði með framsögu, því að ég gerði grein fyrir afstöðu minni þegar málið var rætt núna fyrir helgina, en ég vildi leyfa mér að óska eftir því við hæstv. forseta, að hann leitaði afbrigða fyrir till.