18.02.1955
Neðri deild: 49. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru nú komnar hér fram líklega tvær skriflegar brtt., sem ekki er búið að prenta og menn hafa ekki þess vegna átt kost á að athuga. Auk þess hefur komið fram hér í umræðum sú skoðun, að þetta frv., ef samþykkt verður, muni fara í bága við önnur lagaákvæði. Ég hafði nú gert ráð fyrir, að hv. frsm. samgmn. mundi eitthvað athuga það atriði, áður en umræðum væri lokið, og ég teldi, að það væri nokkur ástæða til þess að athuga málið nánar, til þess að auðveldara verði fyrir menn að ákveða, hvernig þeir greiði atkvæði um frv., en þetta mun vera síðasta umr. um það í deildinni.