18.04.1955
Efri deild: 70. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1291 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Frsm. (Sigurður Ó. Ólafsson):

Herra forseti. Ég skal taka það fram, að ég talaði hér áðan ekki fyrir hönd n., aðeins frá eigin brjósti. Ég hef ekki talað við nm. um þetta atriði nema lítils háttar. En ég skal verða við þeim tilmælum hæstv. forseta að taka þessi atriði til athugunar í n. og legg því til, að umr. verði frestað.