18.04.1955
Efri deild: 70. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1649 í B-deild Alþingistíðinda. (1935)

192. mál, Dísastaðir í Breiðdal

Flm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Jörðin Hóll í Rreiðdalshreppi í Suður-Múlasýslu er ríkiseign. Þessi jörð var byggð úr landi Dísastaða laust fyrir aldamótin síðustu. Jörðin er fremur landlítil, einkum skortir ræktunarland. Síðasti ábúandi á Hóli hafði Dísastaðina undir, enda var sú jörð þá í eigu tengdasonar ábúandans. Nú eru að verða þarna mannaskipti; nýr ábúandi kemur á jörðina Hól í vor. Hann telur, að mjög örðugt sé að búa á Hóli án þess að not Dísastaða fylgi.

Nú eru á Hóli allsæmileg hús, nýlegt íbúðarbús og önnur hús einnig mjög sæmileg. Það virðist þess vegna ekki óeðlilegt, að ríkið kaupi, ef um semst, eyðijörðina Dísastaði og tryggi með því aðstöðu til framtíðarbúrekstrar á jörð sinni, Hóli.

Landnámsstjóri mælir með þessum kaupum. Með frv. því, sem hér liggur fyrir á þskj. 586, er prentað sem fskj. bréf landnámsstjóra, þar sem aðstæður eru skýrðar ýtarlega. Ég sé ekki ástæðu til að tefja tíma deildarinnar við að endurtaka þær skýringar, sem þar er að finna.

Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til hv. landbn. að umr. lokinni.