18.02.1955
Efri deild: 48. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í C-deild Alþingistíðinda. (2032)

153. mál, tollskrá o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Á 2. þingi Norðurlandaráðsins var því beint til hlutaðeigandi ríkisstjórna að koma á hjá sér tollfrjálsum innflutningi þeirra menningartækja, sem um er talað í 1. gr. frv. Til þess að svo megi verða hér á landi, þarf að breyta tollskrárlögunum. Fer ríkisstj. fram á það með þessu frv., að hv. Alþ. fallist á að breyta tollskrárlögunum að þessu leyti. — Ég vil leyfa mér að óska þess, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umr.