09.12.1954
Efri deild: 27. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (2286)

14. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Forseti (GíslJ):

Út af athugasemdum frá hv. frsm. vil ég leyfa mér að benda á, að málinu er frestað 11. nóv. Það eru liðnar nærri fjórar vikur síðan málið var tekið á dagskrá. Ég hef þess vegna sem forseti haft samband við form. n., sem ekkert sá því til fyrirstöðu, að málið yrði tekið fyrir, og hefur tjáð mér, að ekkert hafi gerzt í n. og málið ekki verið tekið þar fyrir. Málið var þess vegna tekið á dagskrá ekki vegna beiðni n., heldur vegna beiðni hæstv. menntmrh., sem nú hefur kvatt sér hljóðs og tekur til máls.