15.12.1954
Neðri deild: 32. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (235)

10. mál, verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er borið fram af hæstv. ríkisstj. Það var flutt í hv. Ed. og afgreitt þaðan fyrir alllöngu. Málið hefur verið til athugunar í fjhn. þessarar d. Með frv. er lagt til, að framlengd verði óbreytt þau ákvæði, sem nú gilda um útreikning kaupgjaldsvísitölu og greiðslu verðlagsuppbótar á laun opinberra starfsmanna og á lífeyri. Núgildandi ákvæði um þetta efni falla úr gildi um næstu áramót, og er því nauðsynlegt, að þetta frv. fái afgreiðslu að fullu, áður en þingi verður frestað. Fjhn. hefur gefið út nál. á þskj. 285. Þrír af nm. gera þar nokkra grein fyrir afstöðu sinni í þessu máli, en eins og fram kemur í álitinu, þá mælir n. með því, að frv. verði samþ. eins og það kom frá hv. Ed.