04.04.1955
Efri deild: 67. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í C-deild Alþingistíðinda. (2353)

182. mál, skipun prestakalla

Páll Zóphóníasson:

Ég tel alveg sjálfsagt, að um þetta frv. eigi að koma nál. og það eigi að rannsakast töluvert ýtarlega. Ég er þess vegna með því, að því sé vísað til nefndar. En ég vil líka benda á, að hjá n. mun vera annað frv., flutt af þm. Vestm. (JJós), um breyt. á sömu l., og ég hef sagt það áður og segi það enn, að það er óttalega óviðkunnanlegt, þegar Alþ. er á sama þinginu með tvenn eða þrenn l. um breyt. á sömu lögunum. Þess vegna vil ég beina því til n., .að hún reyni að sameina þessi tvö nýju prestakallafrv., ef það á að fara að samþykkja þau á annað borð. — Ég segi já.