04.04.1955
Efri deild: 67. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í C-deild Alþingistíðinda. (2354)

182. mál, skipun prestakalla

Forseti (GíslJ):

Út af grg. hv. 1. þm. Eyf. (BSt) vil ég leyfa mér að benda á, að það hefur verið venja hér í þessari hv. d., eins og honum er bezt kunnugt um sem margra ára forseta í d., að þegar máli er sérstaklega vísað til n., sem flytur mál, þá þýðir það, að þá er ætlazt til þess, að það verði gefið út sérstakt nál. (Gripið fram í.) Það er þess vegna, sem ég ó,skaði eftir að vísa málinu til nefndar.