22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (2419)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég var nú ekki alveg viss í, hvernig ég ætti að skilja svar hæstv. utanrrh., hvort brtt. mundu verða sendar eða hvort hann mundi aðeins segja okkar fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum frá, hvernig farið hefði. Ég álít satt að segja viðkunnanlegt, að fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum viti alveg um skoðun Alþ. ekki aðeins meiri hlutans, heldur Alþ. í heild, í þessu máli. Og ég held, að það sé miklu viðkunnanlegra. að hæstv. ríkisstj. komi heildarskoðun Alþ. þar á framfæri heldur en að það yrði gert á annan hátt.