22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2423)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Brynjólfur Bjarnason:

Ég er algerlega efnislega andvígur þessari till. og áliti það fráleitt, að fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefði þá afstöðu, sem í henni felst. Samt sem áður er þessi till. að því leyti skárri en till. ríkisstj., að í henni felst sá fyrirvari, að Íslendingar telji afgreiðslu málsins ekki þjóðréttarlega bindandi. Þess vegna greiði ég atkv. með þessari till. sem brtt., en geri ráð fyrir því, að till. verði borin upp svo breytt, og mundi þá greiða atkv. á móti henni. Ég segi já.