10.05.1955
Sameinað þing: 58. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (2676)

204. mál, atvinnuaukning

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er fylgjandi þeirri till. til þál., sem hér liggur fyrir á þskj. 787 frá hv. allshn., en ég hafði hugsað mér að bera fram lítils háttar brtt. við till. og hafði komið henni á framfæri, en hún virðist ekki enn vera komin úr prentun.

Ég vil því leyfa mér að leggja hér fram skriflega brtt. um það, að aftan við tillgr. sé bætt fjórum orðum, og vil ég leyfa mér að lesa till. eins og hún yrði, þegar þessum fjórum orðum yrði bætt við, og þarf brtt. þá ekki frekari skýringar við. Till. mundi þá hljóða með áorðinni breytingu á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta fara fram rannsókn á því fyrir næsta þing, hverjar ráðstafanir séu tiltækilegar til þess að bæta úr atvinnuerfiðleikum þeirra landshluta, sem harðast hafa orðið úti vegna vaxandi rányrkju fiskimiðanna eða skorts á atvinnutækjum.

Ég tel mig ekki þurfa að fara um efni þessarar brtt. mörgum orðum. Ég tel rétt, að um leið og sinnt er því verkefni, sem till. gerir ráð fyrir, fyrir þá staði, sem þar eru tilgreindir, sé jafnframt athuguð nauðsyn þeirra staða eða landshluta, sem vegna skorts á atvinnutækjum og þá einkum skipum hafa orðið hart úti.

Ég vona, að hv. n. geti fallizt á þessa brtt. mína, og vil biðja hæstv. forseta að leita um hana afbrigða.