04.11.1954
Sameinað þing: 11. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í D-deild Alþingistíðinda. (2693)

58. mál, vantraust á menntamálaráðherra

Forseti (JörB):

Samkomulag hefur orðið milli þingflokkanna um skiptingu ræðutíma þannig, að hver flokkur hefur yfir að ráða 50 mín., er skiptist í tvær umferðir, 30–35 mín. í fyrri umferð og 15 mín. í seinni umferð fyrir hvern flokk.

Röð flokkanna í umræðunum er þessi:

Í fyrri umferð: 1. Þjóðvfl. 2. Sjálfstfl. 3. Sameiningarfl. alþýðu, Sósfl. 4. Framsfl. 5. Alþfl. Í annarri umferð verður röð flokkanna þessi:

1. Þjóðvfl. 2. Sameiningarfl. alþýðu, Sósfl. 3. Alþfl. 4. Sjálfstfl. 5. Framsfl.