10.11.1954
Sameinað þing: 13. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í D-deild Alþingistíðinda. (3013)

208. mál, launalög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Hv. 1. landsk. þm. (GÞG) sagði eitthvað á þá leið, að hæstv. ráðh. mundi hafa tilhneigingu til að skella skuldinni á bandalag opinberra starfsmanna. Ég vil taka það greinilega fram, að ég hef ekki skellt nokkurri skuld á neinn, aðeins sagt frá staðreyndum.

Ég gat um, að þess væri vart að vænta, að frv. til nýrra launalaga verði lagt fyrir yfirstandandi þing, þar sem mikið starf væri óunnið að launalögunum. En ég get bætt því við, að þar með er ekki sagt, að launamál opinberra starfsmanna eða einhver þáttur þeirra geti ekki komið til meðferðar á þessu hv. Alþingi.