30.03.1955
Sameinað þing: 49. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 730 í D-deild Alþingistíðinda. (3113)

217. mál, Marshalllán eða framlag

Fyrirspyrjandi (Bergur Sigurbjörnsson):

Herra forseti. Eins og kunnugt er, var á árinu 1948 horfið að því ráði. að Íslendingar gerðust aðilar að svonefndri Marshallaðstoð. Áður en það varð, höfðu ýmsir þáverandi ráðherrar lýst því yfir, að þeir væntu þess, að Íslendingar gætu fremur orðið veitandi en þiggjandi í þeirri aðstoð, fremur lagt öðrum lið en beðið sjálfir hjálpar.

Þegar að því kom. að Ísland gerðist aðili að þessari svokölluðu Marshallaðstoð. varð það þó með þeim hætti að Íslendingar beiddust sjálfir hjálpar, en veittu ekki öðrum lið. Og ef ég man rétt, þá var það í ágúst 1948, sem Ísland steig fyrsta skrefið á þessari braut og bað þá um lán í dollurum, eins og það var orðað, til viðreisnar íslenzkum atvinnuvegum. Það var fyrsta skrefið á þessari braut. Það. sem síðar gerðist, ætla ég ekki að rekja. En ég hef leyft mér að bera hér fram á þskj. 467 fsp. varðandi þetta fyrsta skref, sem Ísland steig á þessari braut, og eru fsp. svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

Var Marshallfé það, sem Ísland fékk í ágúst 1948 veitt sem afturkræft lán eða gjöf? Áðan sagði ég að mig minnti, að þetta hefði upphaflega verið lán, en mér er ekki kunnugt um, hvort því var síðar breytt í gjöf eða óafturkræft framlag, og þess vegna hef ég um það spurt.

Í öðru lagi hef ég spurt um það: Hvernig var þessu fé ráðstafað, og hver ráðstafaði því? Í þriðja lagi: Hlutu allir aðilar, sem lánið fengu sömu kjör um endurgreiðslu?

Og í fjórða lagi: Hafa allir aðilar, sem lánið fengu, gefið út skuldabréf til ríkissjóðs fyrir sínum hluta af láninu?

Spurningar þessar skýra sig, að því er mér virðist, sjálfar, svo að óþarft er að fara um fleiri orðum, og vænti ég að fá svör við þeim.