13.12.1954
Sameinað þing: 26. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í B-deild Alþingistíðinda. (3258)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (JörB):

Till. hv. 4. þm. Reykv. og fleiri mun hafa komið nokkrum sinnum fyrst á dagskrá, en ekki verið tekin til meðferðar. Hið sama mun gilda um till. hv. 8. þm. Reykv., nema það má vera, að hún hafi nú ekki komið eins oft á dagskrá.

Í byrjun þingsins urðu nokkrar umr. um þau mál, sem þessar till. fjalla um, og síðan þær umr. og upplýsingar, sem þá voru gefnar, fóru fram, hef ég ekki tekið þessar till. á dagskrá. En þar sem hv. flm. þeirra óska eftir því, að þær verði nú teknar á dagskrá, þá er sjálfsagt að íhuga það, og ég mun verða við þeim tilmælum. Hinu get ég vitaskuld ekki lofað fyrir fram, hvenær þær fá afgreiðslu, því að það stendur ekki nema máske að litlu leyti í mínu valdi, hvenær þær verða afgreiddar frá þinginu. En ég skal sjá til þess, að þessar till. komi á dagskrá.