09.02.1955
Sameinað þing: 34. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (3271)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haldið fund og tekið fyrir skjöl varðandi fyrirhugaða þingsetu Gunnars M. Magnúss sem 1. varaþingmanns Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, fyrir Reykjavík í forföllum hv. 6. þm. Reykv., Sigurðar Guðnasonar. Kjörbréf lá ekki fyrir fundinum, en í þess stað vottorð frá Hagstofu Íslands og frá formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík um, að Gunnar M. Magnúss hafi verið kjörinn 1. varamaður Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, við alþingiskosningar í Reykjavík 1953.

Eftir að hafa athugað þessi vottorð hefur kjörbréfanefnd orðið sammála um að leggja til, að Gunnari M. Magnúss verði heimiluð seta á Alþingi sem 1. varaþingmanni Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, í Reykjavík og kosning hans tekin gild.