17.02.1955
Sameinað þing: 37. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (3273)

Varamenn taka þingsæti

forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 17. febr. 1955.

Magnús Jónsson alþm. hefur í dag f. h. Sjálfstæðisflokksins ritað mér á þessa leið:

„Hér með er forseta neðri deildar Alþingis tjáð, að Jóhann Hafstein, 5. þm. Reykv., mun ekki geta setið á Alþingi um skeið vegna veikinda. Hefur hann óskað þess, að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík, frú Kristin Sigurðardóttir, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Sigurður Bjarnason, forseti neðri deildar. Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Frú Kristín Sigurðardóttir tekur nú sæti á þingi. Kjörbréf hennar hefur áður verið samþykkt hér.

Á 45. fundi í Sþ., 11. marz, var tekin til meðferðar rannsókn kjörbréfs.