11.03.1955
Sameinað þing: 45. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (3274)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 11. marz 1955.

Guðmundur Í. Guðmundsson, 10. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Vegna brottfarar úr landi get ég ekki mætt á þingfundum í a. m. k. 2 vikur. Óska ég eftir, að fyrsti varaþm. Alþfl., Kristinn Gunnarsson hagfræðingur, taki sæti mitt á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að kjörbréf varamanns verði tekið til rannsóknar á fundi í sameinuðu þingi í dag.

Gísli Jónsson, forseti Ed.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“