02.03.1955
Sameinað þing: 40. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2067 í B-deild Alþingistíðinda. (3301)

Kosningar

Forseti (JörB):

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta atriði. Ég vil benda þeim hv. tveim þm., sem hafa gert úrskurðinn að umtalsefni, á, að það varðar vitaskuld höfuðatriði, að ríkið sjálft á meiri hluta í þessu fyrirtæki og getur alveg ráðið því, og það er kjarni málsins.

A-listi hlaut 35 atkv., B-listi 9 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Samkv. því lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir:

Pétur Gunnarsson tilraunastjóri,

Vilhjálmur Þór bankastjóri,

Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði.