11.05.1955
Sameinað þing: 59. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2074 í B-deild Alþingistíðinda. (3331)

Þinglausnir

forseti (JörB):

Eins og sjá má á þessu yfirliti,

hefur Alþingi haft mörg mál til meðferðar.

Mörg þeirra hafa verið afgreidd sem lög frá

þinginu. Ég vil minna á sem dæmi þá lagasetn-

ingu, er lýtur að því, á hvern hátt Alþingi ráð-

stafaði greiðslufagangi ríkissjóðs árið 1954.

Samkvæmt þeim lögum er ríkisstj. heimilt að

verja:

Millj. kr.

1)

Til ræktunarsjóðs.

8

2)

— fiskveiðasjóðs

8

3)

Lána veðdeild Búnaðarbanka

Íslands.

4

4)

Til

greiðslu á framlagi ríkissjóðs

fyrir árið 1955 til útrýmingar

heilsuspillandi íbúða.

3

5)

greiðslu uppbóta á sparifé.

1.5

6)

brúasjóðs til endurbyggingar

gamalla stórbrúa

1.5

7)

Greiðsla upp í hluta ríkissjóðs

af stofnkostnaði við skóla, sem

þegar hafa verið byggðir eða

eru í byggingu.

2

8)

Greiðsla upp í hluta ríkissjóðs

af kostnaði við hafnargerðir,

sem þegar hafa verið framkvæmdar

1

9)

Að leggja til hliðar upp framlag

ríkisins til atvinnuleysis-

trygginga.

6

Samkvæmt þessu á að verja þessum fjármunum til nauðsynlegra umbóta og framkvæmda til styrktar og eflingar atvinnulífinu til sjávar og sveita.

Að því lúta og lög þau, er þingið setti um breytingu á lögum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, lög um breytingu á ræktunarsjóðslögunum, lög um breytingu á lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, lög um breytingu á jarðræktarlögum, lög um fiskveiðasjóð Íslands og lög um breytingu á hlutatryggingasjóðslögum bátaútvegsins.

Heildarstefna þessarar löggjafar er aukið framlag til stuðnings og fyrirgreiðslu þeirra málefna, er löggjöfin fjallar um og ætlazt er til að gildi um allmörg ár fram í tímann.

Þá voru sett lög um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Efni þessara laga er nýmæli að nokkru leyti og miðar að því að ráða bót á húsnæðiseklu þeirri, er ríkt hefur í landinu á undanförnum áratugum, og peningakreppu þeirri, sem þjóðin hefur átt við að búa í því efni, og fela lögin í sér einnig ráðstafanir til þess að útrýma heilsuspillandi íbúðum.

Þá setti þingið mikilsverð lög um breytingu á almennum hegningarlögum, ný læknaskipunar- og heilsuverndarlög og lög um lækningaferðir, nýja löggjöf um almenningsbókasöfn, lög um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum, og heildarlög um iðnskóla; enn fremur vegalög og lög um skógrækt.

Þessi lagasetning, sem drepið hefur verið á, miðar öll að framförum og umbótum, hver á sínu sviði.

Virðist mér þingið hafa haldið vel í horfinu um auknar hagsbætur þjóðinni til handa í ýmsum greinum. Vonandi gera þegnar þjóðfélagsins sitt til að efla heill og heiður þjóðarinnar, enda veltur framtíð hennar á því, að almenningur beri þann hug í brjósti.

Ég vil óska hv. þm. gleðilegs sumars, þakka þeim góða samvinnu og velvild í minn garð og óska þeim, sem heima eiga utanbæjar, góðrar ferðar og heimkomu. Allir vonumst vér að hittast heilir á næsta þingi.

Að lokum þakka ég starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf.