15.12.1954
Efri deild: 32. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

95. mál, almannatryggingar

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur nokkuð rætt einstök atriði í sambandi við þetta frv. nú á milli 2. og 3. umr., þ. á m. brtt. frá hv. 4. þm. Reykv. (HG), sem prentuð er á þskj. 283.

N. hefur orðið ásátt um að leggja til, að viðkomandi liður verði hækkaður úr 72 krónum í 78 krónur, og mun ég f.h. nefndarinnar leggja hér fram skriflega brtt. þar að lútandi.

Þá telur n. einnig rétt að fengnum nýjum upplýsingum að bæta við bráðabirgðaákvæði það, sem samþykkt var inn í frv. við 2. umr., nýrri málsgr., svo hljóðandi:

„Enn fremur er ríkisstj. heimilt að ákveða, að hliðstæðar uppbætur verði greiddar á elli- og örorkulifeyri fyrir árið 1954, og greiði þá ríkissjóður 1/3 hluta þeirrar útgjaldaaukningar, en hluta greiði Tryggingastofnunin.“

Ég hygg, að þetta þurfi ekki langra skýringa. Eins og ég gat um við 2. umr., fara nú fram viðtöl milli ríkisstj. og fulltrúa opinberra starfsmanna um nokkrar launabætur þeim til handa til samræmingar við almennar launabreytingar í landinu síðan laun þeirra voru síðast ákveðin. N. taldi eðlilegt, að þá breyttist einnig elli- og örorkulífeyrir. Nú mun gert ráð fyrir því, að opinberir starfsmenn fái einnig nokkrar úrbætur fyrir það ár, sem er að líða, og telur n. þá rétt, að sama gildi einnig um elli- og örorkulífeyri fyrir það ár.

Ég vil leyfa mér að afhenda hæstv. forseta brtt. n. og biðja hann að leita afbrigða.