17.12.1954
Neðri deild: 36. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

95. mál, almannatryggingar

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Heilbr.- og félmn. hefur tekið þetta frv. til athugunar og borið það saman við gildandi lög um þetta efni.

N. hefur komizt að raun um það, að í þessu frv. felast mjög litlar breytingar frá þeim lagaákvæðum, sem nú gilda, en á hinn bóginn er því svo farið, að mörg ákvæði tryggingalaganna falla úr gildi um n.k. áramót, og ber því nauðsyn til að lögfesta þetta frv., sem hér liggur fyrir nú, áður en þingi verður frestað.

Heilbr.- og félmn. mælir með því, að frv. verði samþ. Einn nm. áskildi sér rétt til þess að bera fram brtt. við frv., og mun hann að sjálfsögðu gera grein fyrir þeirri breytingu hér á eftir.