17.12.1954
Neðri deild: 37. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

95. mál, almannatryggingar

Landbrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseli. Ég hef í raun og veru engu að bæta við það, sem ég sagði hér fyrr, öðru en því, að þessi síðari ræða hv. þm. Borgf. hefur ekki skýrt málið að neinu leyti. Hv. þm. hefur hér komið fram með till., en grg. hans er svo flókin og óviss, að það er ómögulegt að átta sig á því, hvað er meint í raun og veru. Ja, hv. þm. hristir hausinn, en þetta er nú sannleikurinn. Og ég endurtek það, sem ég sagði áðan, að ég mun ekki taka afstöðu til þessa máls, fyrr en það hefur verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Ég hef reynt að halda þessu máli þannig, að mþn. hefði til meðferðar allar þær breyt., sem fram hafa komið í þessu máli, og þannig hefur það verið til þessa. Ég endurtek það því enn, sem ég sagði áðan við hæstv. forseta, að ég óska eftir, að þessu máli verði frestað og það verði hægt að taka ákvörðun um, hvað ríkisstj. telji rétt að gera í þessu máli.