18.02.1955
Efri deild: 48. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

152. mál, stofnun happdrættis

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það hefur komið í ljós, að númerin í happdrætti Háskóla Íslands eru of fá til þess að mæta eftirspurninni. Hefur stjórn happdrættisins farið fram á að fá að fjölga númerunum, í 40 þúsund úr 35 þúsundum. Þótti ráðuneytinu rétt að verða fyrir sitt leyti við þessari beiðni og taka málið til flutnings á hv. Alþingi. Er því í þessu frv. farið fram á þessa breytingu eina á happdrættislögunum, sem ég nú hef frá greint. — Ég vil leyfa mér að óska þess, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umr.