22.11.1954
Efri deild: 20. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

25. mál, læknaskipunarlög

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. heilbr: og félmn. fyrir afgreiðsluna á máli því, sem hér er verið að ræða um, og get sparað mér að hafa mörg orð um frv. eða þær brtt., sem fyrir liggja.

Þetta mál hefur verið rætt við landlækni og mig, áður en nál. var gefið út, og ég get lýst því yfir, að ég get fallizt á þær brtt., sem n. flytur, svo og aðrar brtt., sem tveir hv. þm. hafa flutt og geta ekki talizt veigamiklar.

Það á að stofna nýtt læknishérað á Raufarhöfn. Mönnum sýnist það vera nokkuð mikið fámenni þar til þess að fá sérstakan lækni, en það hafa nú verið dregin fram eigi að síður mörg rök til stuðnings því máli, og ég tel, að mig bresti kunnugleika til þess, að ég geti lagzt algerlega á móti málinu, því að það eru óneitanlega ýmis rök, sem mæla með. Og þannig hefur það verið undanfarin sumur, að sérstakur læknir hefur verið á Raufarhöfn.

Það, sem hv. þm. Barð. sagði hér áðan í sambandi við borgarlækninn í Reykjavík, þar sem hann minntist á, að það væri eðlilegt, að ósk kæmi frá heilbrmrh. um, að borgarlæknirinn í Reykjavík væri launaður af ríkissjóði, þá er það út af fyrir sig rétt, sem hv. þm. sagði, að það er vítanlega engin sanngirni í því, að Reykjavík hafi ekki a.m.k. einn héraðslækni launaðan af ríkinu. En þegar borgarlæknisembættið var stofnað, þá mun bæjarstjórn Reykjavíkur hafa boðizt til þess að greiða laun hans, og borgarlæknirinn er ráðinn af bæjarstjórninni, en hann er ekkí skipaður af ráðherra svo sem aðrir héraðslæknar. Og ég býst við, að hv. þm. Barð. sé mér sammála um það, að um leið og borgarlæknir tæki laun hjá ríkinu, þá væri eðlilegt, að hann væri skipaður af heilbrmrh. eins og aðrir héraðslæknar.

Ég tel, að þetta geti ekkí veríð neitt stórmál fyrir Reykjavíkurbæ út af fyrir sig, og hér í þinginu var líka á s.l. ári til umr. frv. til læknaskipunarlaga. Á þetta mál var eitthvað minnzt þá, en lítillega, og alls ekki það ákveðið, að það kæmi fram brtt. um það að breyta þessu ákvæði í lögunum. Og úr því að ekki þótti alveg nauðsynlegt á árinu 1953 að breyta ákvæði laganna. þá getur það tæplega verið a]veg bráðnauðsynlegt núna. Þetta atriði má vitanlega alltaf taka til athugunar og umr., án þess að læknaskipunarlögin í heild séu til afgreiðslu, eins og nú er. Það getur engin deila staðið um það, hvort það er sanngjarnt, að þessi læknir taki laun hjá ríkinu eða ekki, en það verður að breyta því þá um leið, að ráðh. skipi manninn og velji manninn í stöðuna, en að hann sé ekki ráðinn af bæjarstjórn Reykjavíkur. Og þar sem við getum verið sammála um, að þetta sé lítið fjárhagslegt atriði, bæði fyrir Reykjavíkurbæ og eins fyrir ríkið, þótt þessu væri breytt, þá getum við einnig verið sammála um að vera ekki að gera það að neinn stórmáli nú í sambandi við afgreiðslu þessa máls og láta hjá líða að flytja brtt. um það.