04.11.1954
Neðri deild: 12. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

2. mál, stýrimannaskólinn í Reykjavík

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og leggur til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir. Aðalbreytingin í frv. má segja að sé sú, að þar er lagt til, að kennaraembættum við skólann verði fjölgað um eitt, þannig að fastir kennarar skólans verði fimm, fjórir í siglingafræði og einn í tungumálum. Aðrar breytingar, sem frv. hefur í för með sér, eru minni háttar, og læt ég nægja að vísa til nál. á þskj. 106 varðandi þær breytingar. — Ég vil taka það fram, að n. hefur borið fram brtt. við fyrirsögn frv. á þskj. 112.