01.03.1955
Neðri deild: 54. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

138. mál, lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað frv., skilað um það áliti á þskj. 411. Leggur n. til, að það verði samþ. með nokkrum breytingum, og eru till. um þær breytingar á sama þskj.

Fyrsta brtt. n. er um viðbót við 6. gr. frv. Í 6. gr. segir, að þrátt fyrir örorku geti engin hjúkrunarkona fengið örorkulífeyrí, meðan hún heldur jafnháum launum og hún áður hafði hjá aðila, er tryggir starfsmenn sína í lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lögum eða viðurkenndur af fjmrn. Þessi viðbót er í samræmi við það, sem lagt er til í frumvörpum um breyt. á lögum um lífeyrissjóði barnakennara og starfsmanna ríkisins. Það er aðeins til að færa þetta atriði til samræmis við ákvæðin, sem ern í frv. um aðra sjóði.

Þá er næst brtt. við 12. gr. frv. Er lagt til, að gr. verði orðuð um. Með lögum nr. 18/1947 var gerð breyt. á 12. gr. laganna, og þykir n. rétt að taka þá breyt. inn í þetta frv. og leggja til, að lögin frá 1947 verði numin úr gildi. Er því þessi brtt. aðeins um það að taka inn þessi ákvæði úr lögum nr. 18/1947 óbreytt, að því viðbættu, að hér er sett inn í 2. málsgr. ákvæði um það, að launagreiðandi, sem heldur iðgjöldum eftir af launum sjóðfélaga, skuli skila þeim til sjóðsins innan tveggja vikna frá útborgun launanna, en sams konar ákvæði eru í öðrum þeim frv., sem liggja fyrir d. um breyt. á lögum um lífeyrissjóði.

3. brtt. er alveg samhljóða þeim till., sem n. hefur flutt við hin frv. um lífeyrissjóðina, og get ég látið nægja að vísa til þess, sem um það hefur verið sagt.

Loks er 4. brtt. um það að fella úr gildi lögin nr. 18/1947, eins og ég hef áður minnzt á. Fleira sé ég ekki ástæðu til að taka fram út af þessu frv., en get vísað til þeirrar grg., sem með því fylgir.