25.11.1954
Efri deild: 21. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (79)

71. mál, landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég þarf eiginlega ekkert um þetta að segja. N. hefur athugað málið og er sammála um að mæla með, að frv. verði samþykkt. Hins vegar er n. ljóst, að það, sem hér er gert til þess að tryggja starf byggingarsjóðsins og endurbyggingar í sveitum, er ekki nóg. En með hliðsjón af því, sem hæstv. ráðh. sagði þegar hann lagði málið fyrir þessa d., að það mundi koma frá ríkisstj. frekara viðvíkjandi framtíð þessarar stofnunar heldur en hér er, þá fann n. ekki ástæðu til að fara á neinn hátt að grípa fram fyrir hendur stjórnarinnar, sem hefur málið til meðferðar, og gerði þess vegna ekkert í því annað en leggja til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt.